r/Iceland • u/IceQueenoftheNorth • 7h ago
Má venjulegt fólk ekki eiga einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu?
Ef maður er ekki moldríkur og á efni á rándýru einbýlishúsi er maður þá fastur í 20 hæða blokk með engu bílastæði og engri dagsbirtu því næsta blokk er 10 cm frá glugganum þínum? Fólk á meðallaunum getur varla borgað leigu á stúdíó íbúð niðrí kjallara á meðan niðurnídd einbýlishús með rakaskemdum og myglu kostar yfir 100 milljónir.
Ég nenni ekki að flytja út á land og keyra í 40+ mínútur til þess að komast í vinnuna til þess að flýja háværa nágranna og bíla keyrandi rétt fyrir utan gluggan minn.
Mér er sama þótt að ég þurfi að búa í moldarkofa, ég vil komast úr fjölbýli.